22.9.2008 | 12:32
Mánudagur
úff helgarnar eru allt of fljótar að líða, bara strax kominn mánudagur. Við fjölskyldan höfðum það bara gott um helgina. Heiðar reyndar búinn að vera með 39,5 stiga hita síðan á fimmtudag en samt frekar hress. Bara fúll yfir að meiga ekki fara út. Við fórum með hann til læknis um helgina og hann var kominn með eyrnabólgu í annað eyrað og veiru sýkingu í lungun litla greyið. Hann fékk sýklalyf og við eigum að stækka asma skammtana hans. Hann er reyndar allur að hressast núna
Selja og Steini komu til okkar á laugardagskvöldið og við elduðum humar. Eða Selja og Ægir elduðum og ég og Steini horfðum á. Við höfðum aldrei smakkað humar áður. Þetta var ekkert smá flott hjá þeim. En matargikkurinn ég fannst humarinn ekki góður :l og ekki steina heldur svo að það endaði með því að við tvö pöntuðum okkur pizzu. Ægir og Selju til mikillar gleði því þá var meira handa þeim. Svo vorum við með vöfflur, rjóma og mars sósu í eftirrétt. ummm það var geggjað gott. Svo var bara haft það gott fyrir framan imbann.
ætli ég hafi þetta ekki bara gott í bili blogga meira seina:)
kveðja Jara
Athugasemdir
jàsæl ! Geggjad blogg sweetey ! En satt er tad thù kannt ek gott ad meta en mmmm hvad thetta var gott ! Ja komst inn a sìduna tìna jeij! En èg ætla ad reyna ad sofna tad gengur ek alltof vel thvi midur..heyri i tèr raudhaus xoxox
seljus (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.